Dexcom

FiltersSíur
0
Raða eftirArrow head down
Upphafsröðun
Ódýrast efst
Dýrast efst

Dexcom blóðsykurmælir

Hvað er Dexcom?

Dexcom blóðsykurnemi er samfelld blóðsykurmæling fyrir fólk með sykursýki. Ólíkt hefðbundinni fingurmælingu þá mælir Dexcom stöðugt blóðsykurinn og sendir blóðsykurtölu í síma eða stjórn­tæki á 5 mínútna fresti og myndar þannig línurit sem hægt er að skoða. Þannig sést hvort blóðsykurinn er á uppleið eða niðurleið og hægt að haga blóðsykurstjórn eftir því.

Hver sykurnemi dugar í 10 daga og ekki er þörf á að mæla blóðsykur í fingur (nema nauðsyn krefur). Dexcom er vatnsheldur og ekki þarf að gera ráðstafanir þó farið sé í heitan pott, gufu eða sund. Dexcom virkar með Apple, Samsung og nokkrum öðrum snjallsímum. Hægt að skoða blóðsykurinn og sjá graf í flestum snjallúrum.

Sjálfvirkar viðvaranir

Þú færð viðvaranir þegar blóðsykurinn stefnir í að verða hár, eða ef þú nálgast blóðsykurfall. Hægt er að stilla í hvaða blóðsykursgildi þú færð viðvaranir og einnig er hægt að stilla hringitón og hljóðstyrk á viðvörunum. Auðvelt er að stilla á „Silent“ stillingu þegar þess þarf.

Öryggi í sameiginlegri yfirsýn

Allt að 10 aðilar geta fylgt viðkomandi notanda og geta þannig séð í rauntíma blóðsykurinn í sínum snjallsíma, jafnvel þó þeir séu staðsettir fjarri þeim einstaklingi sem er með Dexcom sykurnemann. 

Skref fyrir skref í rétta átt

Langtímanotkun á Dexcom hefur sýnt fram á marktækan árangur í meðferð einstaklinga með tegund 1 af sykursýki. Rannsóknir sýna að samfelld blóðsykurmæling (CGM) getur stuðlað að lækkun á HbA1c gildum og færri blóðsykursföllum auk þess að stuðla að minni streitu tengdri blóðsykursstjórnun.

Þegar einstaklingur sér blóðsykurinn sinn í rauntíma dag eftir dag, öðlast hann dýpri skilning á því hvernig matur, hreyfing, svefn og lyf hafa áhrif á líkamsstarfsemina. Sú innsýn skapar nýja meðvitund og færir stjórnina nær notandanum sjálfum. Þannig verða litlu skrefin að varanlegum breytingum í átt að meiri ró, betri stjórn og betri líðan.

Close
Síur
Verðbil
Minus sign
0100.000
0 kr.100.000 kr.
Close

Fyrirspurn um vöru